Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Ævisögur og endurminningar Siddi gull
Æviminningar Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs
Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar

LÝSING:
Hér segir Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður – Siddi gull – frá viðburðaríkri ævi sinni. Ríflega tvítugur að aldri missti hann báða fæturna í bílslysi á Heiðarfjalli á Langanesi og hafði þá ýmislegt dunið á honum áður og átti enn eftir að gera. En ... hann hefur aldrei gefist upp og ávallt horft á björtu hliðarnar, sama hversu útlitið væri í rauninni dökkt. Þessu eru öllu gerð skil í frásögn sem spannar allt frá mesta draugagangi á Íslandi, Hvammsundrunum svokölluðu, til hins ofdekraða Samma. Þessi bók lætur engann ósnortinn.


SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU