Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Fræði og bækur almenns efnis Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin Sigurður Ægisson Bókaútgáfan Hólar

LÝSING:
Teknir eru til skoðunar allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar, í þjóðtrúnni. Dæmi: Á Horni í Sléttuhreppi boðaði það rigningu ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti. Í Heklu átti að vera bústaður hrafna með glóandi klær og nef úr járni.
Vegna smæðar, litar og atferlis, eða með öðrum orðum vegna þess hversu jarðbundinn hann er og gjarn á að skjótast í felur í holum og gjótum eða þéttu kjarri, í stað þess að bjarga sér á flugi, var músarrindillinn löngum talinn skyldari mús en fugli. Jónas Jónasson frá Hrafnagili nefnir forn ráð við gulu. Eitt var það að hræra arnarheila út í þemur mörkum af víni og drekka svo. Ríflega 250 myndir prýða bókina.


SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU