Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Fræði og bækur almenns efnis Samskipti Pálmar Ragnarsson Salka

LÝSING:
Með góðum aðferðum í samskiptum getum við gert okkar eigið líf betra á sama tíma og við bætum líf fólksins í kringum okkur. Samskipti er leiðarvísir að jákvæðum samskiptum á mörgum sviðum, hvort sem er í einkalífinu, á vinnustað eða í félagslífinu. Farið er ítarlega yfir alls kyns samskipti milli einstaklinga, samskipti í hópum, hagnýtar aðferðir í samskiptum við börn, samskipti við ókunnuga og samskipti á netinu. Í bókinni má finna ótal góð ráð, æfingar, hugleiðingar og dæmisögur til að auka færni okkar á sviði samskipta.


SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU