Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Skáldverk / Íslensk Undir Yggdrasil Vilborg Davíðsdóttir Forlagið - Mál og menning

LÝSING:
Þorgerður Þorsteinsdóttir mátti bíða lengi eftir óskabarninu sínu. Því harmþrungnari eru atburðirnir eftir þingið á Þórsnesi þegar tátlan er aðeins sjö ára gömul. Þorgerður kýs heldur að leita styrks hjá skapanornunum en Hvítakristi ömmu sinnar, Auðar djúpúðgu, og leitin að sannleikanum leiðir hana á óvæntar slóðir. Sögulegar skáldsögur Vilborgar Davíðsdóttur hafa notið mikilla vinsælda enda varpa þær nýstárlegu ljósi á Íslandssöguna, ekki síst örlög og aðstæður kvenna.


SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU