Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Fræði og bækur almenns efnis Almanak Háskóla Íslands 2021 Gunnlaugur Björnsson
Þorsteinn Sæmundsson
Háskólaútgáfan

LÝSING:
Auk dagatals inniheldur almanakið margvíslegar upplýsingar, s.s. um sjávarföll og gang himintungla, helstu fyrirbæri á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og tímabelti heimsins. Einnig er hér yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja o.fl. Af nýju efni má nefna grein um gríðarlega fjölgun gervitungla sem breytt gæti ásýnd himinhvolfsins. Fjallað er um dvergreikistjörnur og hvort líf sé á reikistjörnunni Mars.


SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU