LÝSING:
Í þessu vandaða riti er rakin saga lyfjagerðar og lyfsölu hér á landi í tvær og hálfa öld. Bókin er rituð í samstarfi Lyfjafræðingafélags Íslands, Háskóla Íslands og Lyfjafræðisafnsins, og veitir einstaka og oft og tíðum skemmtilega innsýn í fortíðina. Mikill fengur fyrir íslenska lyfjafræðinga og allt áhugafólk um heilbrigðis- og samfélagssögu. |