LÝSING:
Glæsileg, rík og dularfull kona hefur keypt hús í Álftabæ. Dag einn hverfur þaðan ómetanlegur gripur og á sama tíma virðist hrekkjusvín skólans hafa gufað upp. Vinirnir Milla og Guðjón G. Georgsson hefja rannsókn – og hún verður ekki hættulaus. Fyrri bókin um krakkana í Álftabæ, Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2019. |