Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Fræði og bækur almenns efnis Bærinn sem hvarf
í ösku og eldi 1362
Bjarni F. Einarsson Skrudda

LÝSING:
Í þessari bók fjallar Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur á Fornleifafræðistofunni um ýmsar hamfarir, einkum eldgos, sem mannkynið hefur mátt þola í aldanna rás og um áhrif þeirra á menningu og mannlíf. Í brennidepli er miðaldabýlið Bær í Öræfum sem fór í eyði á augnabliki árið 1362 þegar Öræfajökull gaus sínu stóra gosi. Gosið var af sama meiði og gosið í Vesúvíusi árið 79 e.Kr. en það eyddi Pompei og fleiri borgum á Ítalíu.


SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU