Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Barnabækur - Fræðibækur / Handbækur Hestar Hjörleifur Hjartarson
Rán Flygenring
Angústúra

LÝSING:
Íslenski hesturinn hefur þolað margt í þúsund ára þjónustuhlutverki við kaldlynda þjóð í köldu landi. Hér stígur þarfasti þjónninn fram rétt eins og hann er og var allt frá því að fyrsta fylfulla merin steig óstyrkum fæti á íslenska strönd seint á níundu öld; laus við keppnisrembing, upphafningu og tildur.
Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring sýndu það með bók sinni Fuglar að íslensk fuglafræði er annað og meira en upptalning á þurrum staðreyndum. Nú er komið að hrossunum.



SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU