LÝSING:
Hér birtist lesendum fyrsta bók Köllu sem hefur fengist við ljóðagerð og myndlist frá unga aldri. Bókinni er skipt í sjö kafla og ljóðin eru fjölbreytt að formi og efnistökum, fjalla meðal annars um árstíðirnar, trú, ást og kærleika, sorg og söknuð og mörg ljóðanna eru með heimspekilegu ívafi. Þá eru í sérstökum kafla ljóð sem helguð eru æskubyggðinni, Seyðisfirði. Myndir af nokkrum málverkum höfundar fylgja ljóðunum. |