Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Fræði og bækur almenns efnis Kindasögur II Aðalsteinn Eyþórsson
Guðjón Ragnar Jónasson
Bókaútgáfan Sæmundur

LÝSING:
Sauðkindin er fíngerð og viðkvæm sagði í einni af útvarpstilkynningum Sauðfjárverndarinnar seint á síðustu öld. Í öðru bindi Kindasagna eru meðal annars rifjuð upp tildrög þessara tilkynninga, sagt frá afdrifum kinda í eldgosum og sauðfjárhaldi í höfuðborginni, vikið að framliðnum kindum, forystukindum, stökkrollum og karakúlfé, auk kinda í kvæðum íslenskra skálda. Kindasögur eru sérstök grein íslenskrar sagnaskemmtunar sem á sér langa sögu og lifir enn góðu lífi – rétt eins og sauðkindin sjálf. Höfundar eru áhugamenn um sögur og sauðfé.


SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU