Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Barnabækur - Fræðibækur / Handbækur Litla gula hænan Steingrímur Arason Bókaútgáfan Sæmundur

LÝSING:
Litla gula hænan er frægari en aðrar dæmisögur. Fyrir býsna marga hefur þessi saga verið með fyrstu textum sem þeim tókst að ráða í af eigin rammleik, en hún er ekki síður eftirminnileg fyrir sinn tæra og einfalda réttlætisboðskap sem oft er vitnað til. Auk Litlu gulu hænunnar eru í bókinni fleiri kunnuglegar sögur, svo sem um sætabrauðsdrenginn sprettharða, Unga litla og um pönnuköku sem fór að heiman. Iðunn Arna Björgvinsdóttir endurgerði myndir úr fyrstu útgáfu bókarinnar frá 1930.


SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU