LÝSING:
Sagan segir frá ungum manni sem alinn er upp í samfélagi Votta Jehóva í Noregi þar sem hinn drottnandi og refsandi Guð er alltumlykjandi. Tákn frelsisins er samkynhneigður faðir drengsins sem hefur yfirgefið fjölskylduna og haldið til Kaupmannahafnar. Sextán ára hefur Kim fengið nóg og strýkur til föður síns, en fer þar úr öskunni í eldinn. |