Skráningar úr bókatíðindum 2020

 

Flokkur Titill Höfundur Útgáfa
Ævisögur og endurminningar Bertel Thorvaldsen Helgi Konráðsson Bókaútgáfan Sæmundur

LÝSING:
Bertel Thorvaldsen var á 19. öld viðurkenndur og dáður sem einn fremsti myndhöggvari Evrópu. Hér er rakin ævintýraleg saga listamannsins sem var af fátæku fólki en komst vegna hæfileika sinna til listnáms aðeins ellefu ára gamall. Móðir Bertels var jósk en faðir hans skagfirskur myndskeri. Að loknum glæstum námsferli í Kaupmannahöfn bjó Bertel í fjóra áratugi í Róm og tók þar þátt í litskrúðugu lista- og menningarlífi þeirra sem lengst náðu í vestrænum heimi þess tíma.


SMELLIÐ Á BACK eða HÉR TIL AÐ KOMAST AFTUR Á LISTASÍÐU